Davíð Búi fer vel af stað

Davíð Búi
Davíð Búi
Davíð Búi Halldórsson er stigahæstur í 1. deild karla eftir fjóra leiki með 71 stig. Hilmar Sigurjónsson og Filip Szewczyk eru einnig á lista yfir þá 10 stigahæstu.

Auk þess að vera efstur í samtals skoruðum stigum er Davíð einnig stigahæstur í smassi. Þá er Filip stigahæstur bæði í hávörn, ásamt Vali Guðjóni Valssyni HK, og uppgjöfum.

HK og ÍS hafa leikið þrjá leiki en KA, Stjarnan og Þróttur hafa leikið fjóra.

Enginn leikmaður kvennaliðs KA er á meðal 10 efstu.

Listann má finna hér á heimasíðu BLÍ.