Völsungar-KA

Síðastliðinn mánudag fór KA í 2. deild kvenna austur á Húsavík og keppti við öldungualiðið Völsunga.

Þetta var nokkuð jafn leikur en Völsungar tóku fyrstu hrinuna á loka sprettinum og var staðan 25-21 í lokinn eftir jafnan leik. KA stelpur voru svo með yfirburði í annarri hrynu þó að Völsungar hafi náð að minnka aðeins muninn í lokinn og endaði hrinan 21-25 fyrir KA. Oddahrinuna höfðu Völsungar frá byrjun og endaði hrynan 15-3 fyrrnefndum í hag.

Þetta var þó aðeins fyrsti leikurinn hjá KA-stelpunum og verður spennandi að sjá hvað þær gera í framhaldinu. Þetta er alveg nýtt lið og það var gaman að sjá að þær gáfu þeim reyndari, Völsungum, ekkert eftir í tækni og spili.