Staður: Kennaraháskólin
Dagsetning: 12. Október og 13. Október
Tími: 20:00 og 14:00
Nú er blaktíðin að hefjast og er fyrsti leikur KA-manna gegn ÍS. Áhugavert verður að sjá hvernig liðin koma til leiks eftir langt sumarfrí. Breytingar hafa verið gerðar á báðum liðum og gætu þetta því orðið skemmtilegir leikir. Gengi liðana í fyrra var svipað en KA náði þriðja sæti í deildinni og ÍS fjórða sætinu.
KA: KA menn hafa styrkt sig nokkuð í sumar og fengu meðal annars liðsstyrk frá Póllandi þar sem Piotr Kempitsy kom til liðsins. Einnig kom Valgeir Valgeirsson frá HK sem er góð viðbót við hópinn en búist er við að þeir spili báðir í fyrsta leik. KA liðið hefur ekki misst marga leikmenn frá síðasta tímabili en búist er við að þeir leikmenn sem hafa ekki enn sótt æfingar fram að þessu fari að skila sér í hús.
ÍS: ÍS hefur fengið Todor Marinov til liðs við sig frá HK en hefur ekki breytt sínu liði að öðru leiti. Eins og áður sagði endaði ÍS í fjórða sæti deildarinnar á síðasta leiktímabili og verður fróðlegt að sjá hvort þeir nái að gera betur þetta árið. Liðið komst óvænt í bikarúrslit í vor en urðu að lúta í lægra haldi fyrir liði Stjörnunnar í döprum leik.
Heimasíðan vonar að sem flestir KA menn sunnan heiða mæti á leikinn og styðji við bakið á KA mönnum. Leikirnir eru á föstudagskvöld kl. 20.00 og laugardag kl. 14.00. Að lokum óskum við KA mönnum góðs gengis um helgina.