Fyrri leikurinn: Í fyrri leiknum byrjaði Stjarnan betur en þeir komust í 4-0 og voru KA menn greinilega ekki alveg tilbúnir í leikinn, en eftir þessa skelfilegu byrjun hrukku KA menn í gang og náðu að jafna leikinn og það sem eftir lifði hrinnunar var alveg hnífjafnt. Á endanum sigu KA menn þó framúr og náðu að innbyrða sigur í hrinunni 25-22. Stjarnan komu ákveðnari til leiks í annari hrinu og ætluðu sér ekki að tapa henni þeir náðu fljótt yfirhöndinni og héldu henni allt til loka og unnu að lokum nokkuð auðveldlega 17-25. Í þriðju hrinunni var það sama upp á teningnum og náðu KA menn aldrei að stríða Stjörnunni og töpuðu henni aftur 17-25.Þannig var ljóst að KA menn máttu ekki tapa fleiri hrinum. Það gekk þó ekki og var allur vindur úr liðinu og vann Stjarnan hrinuna nokkuð auðveldlega. 13-25.Þar með unnu Stjarnan leikinn 1-3. Lið KA spilaði þó ágætlega í leiknum og fóru þar fremstir í flokki Piotr með 18 stig en næstur kom Kristján með 10 stig og spilaði mjög vel í leiknum en stig KA manna voru eftirfarandi:Piotr 18, Kristján 10, Davíð Búi 9, Hafsteinn 6, Hilmar 3 og Filip 1. Hjá Stjörnunni var uppspilarinn Alexander Simeona stigahæstur með 16 stig en hann skoraði 7 stig úr uppgjöf. Næstur var Wojteck með 14. Seinni leikur:
Seinni leikurinn byrjaði ekki vel hjá KA en Stjarnan komst 1-9 yfir í fyrstu hrinunni og var greinilegt að KA menn voru ekki mættir í leikinn. Eftir þetta jafnaðist þó leikurinn aðeins og komust KA menn betur inn í leikinn og náðu að minnka muninn niður í eitt stig á tímabili en lengra komust KA menn ekki og unnu Stjarnan hrinuna 21-25.Í næstu hrinu batnaði leikur KA ekki mikið og klúðruðu menn alltof mikið af uppgjöfum. Stjarnan vann þá hrinu á endanum 17-25.Þegar kom í þriðju hrinu var því að duga eða drepast fyrir KA menn og byrjuðu þeir vel og náðu strax góðri forystu og héldu henni til loka og unnu hrinuna 25-18.Í fjórðu hrinunni héldu KA menn áfram að spila vel og náðu góðri forystu. Fór þetta mikið í taugarnar á Stjörnunni sem gerðu mörg mistök. Það ætlaði síðan allt um kolla að keyra þegar uppspilari Stjörnunar ætlaði að lauma boltanum yfir netið en laumaði í netið. Fögnuðu KA menn vel við það og fór það eitthvað í taugarnar á Alexander sem ætlaði að ganga yfir á völl KA manna en náðu leikmenn að stoppa þetta áður en allt sauð upp úr. Endaði það svo með því að Alexander fékk að líta gula spjaldið.KA menn héldu áfram að spila sinn leik og enduðu á því að valta yfir Stjörnuna í þessari hrinu og unnu hana 25-11. Þegar komið var í oddahrinuna náðu Stjörnumenn leik sínum aftur upp og voru alltaf skrefinu á undan og unnu að lokum hrinuna 7-15 og þar með leikinn 2-3.
Það var allt annað að sjá til KA liðsins í þessum leik og gaman að sjá liðið koma til baka eftir að hafa lent 0-2 undir en það vantaði því miður herslumuninn að KA næði að vinna Íslandsmeistaranna. Í þessum leik var Piotr aftur stigahæstur en hann skoraði aftur 18 stig en þar á eftir kom Davíð með 14 einnig var gaman að sjá miðjumennina í leiknum bræðurna Hafstein og Kristján en þeir skoruðu 19 stig saman (10 og 9) einnig skoraði Valgeir sín fyrstu stig fyrir KA en hann lék vel á kanntinum fyrstu hrinurnar sem hann spilaði. Stig KA voru eftirfarandi: Piotr 18, Davíð 14, Kristján 10, Hafsteinn 9, Valgeir 4, Filip 3 og Hilmar 3. Hjá Stjörnunni var Wojteck stigahæstur með 15 stig en þar á eftir komu Emil og Róbert með 12 stig.