02.04.2007
Í Hagaskóla sigraði Þróttur Reykjavík vængbrotið KA lið í 1. deild kvenna. Þróttur sigraði fyrstu hrinuna á 12 mínútum, 25-7. Önnur hrinan fór 25-17 og sú þriðja 25-13. Seinni leiknum lauk einnig með öruggum sigri Þróttara 3-0 (25-22, 25-14, 25-6) en talsvert marga spilara vantaði í lið KA í þessum leikjum. Með sigrinum tryggði Þróttur sér deildarbikarinn og mætast þessi lið aftur í úrslitakeppninni 10. og 12. apríl nk.