Þróttur R.-KA

KA menn léku við Þrótt helgina 16-17 nóvember en það gekk ekki vel hjá KA mönnum þar sem þeir töpuðu báðum leikjunum 3-0 og 3-0.

 

KA menn léku í fyrri leiknum án Filip sem var með blóðeitrun og gat ekki leikið með og  var því Davíð í uppspilinu og leysti það með sóma. Það gekk þó illa í leiknum og vantaði bit í vörn og sókn. KA menn náðu sér aldrei í gang og töpuðu hrinunum eftirfarandi (25-15 25-16 25-16).

Í seinni leiknum spilaði Filip með en hann hafði jafnað sig af blóðeitruninni, KA menn byrjuðu leikinn vel og komust í 0-4 í byrjun fyrstu hrinu, Þróttarar tóku þá við sér og var jafnt á öllum tölum fram að 18-18 en þá fékk Marek gult spjald fyrir að rífa kjaft og sömuleiðis Filip og fengu Þróttarar þá tvö gefins stig Filip hélt þó áfram og var rekin útaf og þurfti Marek því að koma inn á í uppspilið og náðu Þróttarar að klára hrinuna 25- 19 hinar hrinurnar voru mjög líkar þar sem jafnt var á flestum tölum en Þróttarar aðeins sterkari og unnu tvær næstu hrinur 25-22 og 25-22 og því leikinn 3-0.