Sex lið frá KA á Íslandsmót yngriflokka

Yngri iðkendur hjá KA starfsmenn á leik ásamt Piotr
Yngri iðkendur hjá KA starfsmenn á leik ásamt Piotr

Sex lið fara fyrra Íslandsmót yngriflokka sem haldið verður á Neskaupstað um helgina.  Alls fra 37 keppendur frá KA í 3. - 5. flokki sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. 

Tvö lið fara í öllum flokkum.  Það lítur út fyrir hörkumót og þátttakan er mjög góð. 

Þeir forráðamenn sem vilja fylgjast með úrslitnum mótsins og kynna sér fréttir um mótið er bent á vefinn www.krakkablak.bli.is

Á laugardagskvöldið ætlum við að hafa kvöldvöku þar sem allir skemmta sér saman. Skemmtinefndin óskar eftir að fá eitt skemmtiatriði frá hverju liði. Einnig er ætlunin að slá upp diskói og hver mætir í flottasta diskóbúningnum? :-)