Eitthvað er um meiðsli í herbúðum KA en...
Fyrirliði liðsins, Davíð Búi, hefur átt við meiðsli að stríða í læri. Ekki eru meiðslin
talin alvarleg og vonast er til að hann verði komin aftur á fulla ferð eftir helgi.
Einnig er Andri Már frá keppni en í ferð u_19 ára landliðs Íslands þá sprakk í honum
botnlanginn og verður hann líklega frá í einhverjar vikur. Andri hefur dvalið á sjúkrahúsi
síðustu daga en hann kom ekki heim með unglingalandsliðinu frá Noregi um helgina.
Heimasíðan óskar þeim góðs bata og vonar að þeir komist fljótlega á fullt skrið.