Lokahóf yngriflokka 2. - 6. flokks Blakdeildar KA fóru fram nú á dögunum eins og venja er til. Yngri hópurinn fór ásamt foreldrum út í Kjarnaskóg. Þar voru foreldrarnir teknir í stuttar æfingarbúðir í blaki og síðan var skorað á krakkana og spilað strandblak af miklum móð. Foreldrar sem aldrei hafa farið í blak sýndu á köflum hörku tilþrif og úr varð hins ágætasta skemmtun fyrir alla. Á eftir var grillað og síðan voru veittar viðurkenningar fyrir veturinn. Veittar voru viðurkenningar fyrir ástundun, framfarir og svo stuðboltaverðlaunin.
Í 6. fl. fengu allir iðkendur viðurkenningu fyrir góðar framfarir. Í 4. - 5. fl. fengu eftirtaldir viðurkenningar: Sigurjón Karl Viðarsson og Alda Ólína Arnarsdóttir fengu stuðboltaverðlaun, Sævar Karl Randversson, Sesselja Fanneyjardóttir og Sandra Marín Sigurðardóttir fengu viðurkenningar fyrir ástundun og Gunnar Pálmi Hannesson, Ásta Lilja Harðardóttir og Auður Jónsdóttir fengu viðurkenningar fyrir framfarir.
Eldri flokkarnir "slúttuðu" í KA heimilinu. Slegið var upp móti og var spilað í blönduðum liðum, á eftir voru veitingar og vídíókvöld. Í 2. og 3. flokki fengu eftirtaldir viðurkenningar. Fyrir ástundun: Júlía Karlsdóttir, Elfa Kristjánsdóttir og Andri Már Sigurðsson og fyrir framfarir: Hafstein Valdimarsson, Kristján Valdimarsson, Kolbrún Björg Jónsdóttir og Una Heimisdóttir