Kóngurinn í KA fyrirliði og fyrrverandi formaður blakdeildarinnar KA Davíð Búi Halldórsson hefur verið valinn blakmaður ársins hér á Íslandi af Blaksambandi Íslands.Kóngurinn átti frábært tímabil með KA en liðið náði sínum besta árangri í mörg ár á síðasta tímabili. Þar sem liðið endaði í 3.sæti í deildinni og tapaði naumlega fyrir HK í undanúrslitum Íslandsmótsins, einnig náði liðið í undanúrslit bikarsins þar sem það tapaði fyrir Stjörnunni. Davíð var valin í lið ársins á síðasta ári á lokahófi BLÍ en þar var hann einnig valin besti leikmaður í móttöku. Hann var einnig stigahæsti leikmaður Íslandsmótsins og með flest sóknarstig.
Kóngurinn var svo annar í kjöri á leikmanni tímabilsins á eftir Wojtek Bachorski.
Davíð er því vel að titlinum komin og viljum við hjá Blakdeild KA óska honum til hamingju með titilinn og vonum að hann haldi áfram á sömu braut.