KA menn voru sigursælir á lokahófi Blaksambands Íslands sem fram fór um helgina. Davíð Búi Halldórsson fékk verðlaun sem stigahæsti leikmaðurinn, bæði alls og í sókn. Einnig fékk hann viðurkenningu sem bestur í móttöku. Það dugði þó ekki til sem besti leikmaðurinn heldur féll sá heiður í skaut Störnumannsins Wotjek Bachorski. Davíð var annar í kjörinu.Efnilegasti leikmaður 1. deildar karla var Hilmar Sigurjónsson frá KA og annar KA maður, Kristján Valdimarsson varð þriðji. Filip Szewczyk frá KA var valinn besti uppspilarinn en Magnús Haukur Ásgeirsson frá ÍS var valinn besti frelsinginn á tímabilinu. Marek Bernat var útnefndur þjálfari ársins í karlaflokki. Þá var KA maðurinn Stefán Jóhannesson kosinn besti dómarinn.
Frétt af heimasíðu BLÍ
Stigaskor í 1. deild karla