KA vann enn einn 3-0 sigur sinn í deildinni í kvöld þegar Þróttarar lágu í valnum. Þróttur er sem stendur í toppsæti deildarinnar en með sigrinum er KA farið að blanda sér alvarlega í toppbaráttuna. Nú er KA-liðið búið að vinna 20 hrinur í röð í deild og bikar og virðist komið á gott skrið.
KA og Þróttur spila aftur á morgun, laugardag kl 16:00.
KA-Þróttur 3-0 (25-23, 25-19, 25-16)
KA var sterkara liðið í leiknum og sigurinn aldrei í hættu eftir fyrstu hrinuna. Þar hafði KA gott forskot en slakur leikkafli í lok hrinunnar hleypti Þrótti full nálægt. Piotr var lang atkvæðamestur sem fyrr en uppgjafir hans voru baneitraðar. Þar skoraði hann sex stig en alls skoruðu KA-menn átta stig beint úr uppgjöf. Á móti fóru aðeins tíu uppgjafir forgörðum en það er stórkostleg framför frá því í síðustu deildarleikjum.
Stig KA í leiknum: Piotr 21, Kristján 9, Hilmar 9, Davíð Búi 6, Filip 5, Valli 2.