en þessi lið voru í þriðja og fjórða sæti í deildinni í fyrra og var því búist við hörkuleikjum annað kom þó á daginn þar sem KA-menn unnu nokkuð örugglega í báðum leikjunum 3-1 og 3-0.
Fyrri leikur: Fyrri leikurinn á Föstudaginn byrjaði ekki vel fyrir okkar menn en ljóst var að þeir voru ekki í mikilli leikæfingu, það vantaði alla móttöku og vörn og fór þannig að lokum að ÍS unnu hrinuna naumlega 25-23.Í annari hrinunni var allt annar bragur á liðinu og unnu KA menn hana nokkuð örugglega 25-14 og var stressið þarna farið úr mönnum.KA menn fylgdu þessu eftir og unnu næstu tvær hrinur nokkuð örugglega 25-18 og unnu þar með leikinn 3-1.Besti leikmaður KA var nýji maðurinn Piotr Kempitsy en hann skoraði 22 stig þar á eftir kom Davíð Búi með 13.
Seinni leikur: Í seinni leiknum virtust okkar menn eitthvað frískari og byrjuðu mjög vel og unnu fyrstu hrinuna 25-18 en þeir voru vel yfir alla hrinuna en gáfu aðeins eftir undir lokin. Í næstu tveimur hrinum gáfu KA menn eitthvað eftir og hleyptu ÍS aftur inn í leikinn og náðu þó að vinna þær 25-22 og 32-30.Stigahæstur í þessum leik var aftur Piotr en hann skoraði 18 stig.
Eftir þessa leiki hefur KA tekið forystu í deildinni með 6 stig en Stjarnan er í öðru sæti með 3 stig og leik til góða.
Næstu leikir KA eru svo á móti Stjörnunni í KA-heimilinu og hvetjum við alla KA menn að koma og styðja við bakið á strákunum.