Fyrsti leikur kvennaliðsins í 2. deild

Kvennalið KA spilar sinn fyrsta leik í annarri deildinni næstkomandi mánudag við Völsung á Húsavík. Leikurinn hefst klukkan 21:00.

Kvennalið er ungt og upprennandi og eingöngu skipað leikmönnum úr 2. 3. og 4. flokki KA. Þetta eru efnilegar stelpur og það verður spennandi að sjá hvernig þeim vegnar í annarri deildinni í vetur. Liðið spilar í Norðurriðli ásamt Völsungi, Rimum frá Dalvík, Eik frá Akreyri, Skautafélagi Akureyrar og öldungaliði KA-Freyja. Hin liðin í riðlinum eru að mestu skipuð leikmönnum í öldungaflokki - eldri en 30 ára.