Nú er að hefjast nýtt tímabil í blakinu og eru menn farnir að draga skóna af hilluni.
Spennandi tímabil er í vændum og eru væntingar miklar í byrjun tímabils KA-karlaliðið náði 3. sætinu í fyrra í deildinni og töpuðu naumlega fyrir HK í undanúrslitum. Það er því ljóst að menn ætla sér langt í vetur og hafa KA menn fengið góðan liðstyrk í Pioetr Slawomir og Valgeiri Valgeirssyni og er ljóst að hópurinn er orðin breiðari en áður. Stefnan er því sett á titil þetta tímabilið og að rjúfa einokun Stjörnunar á titlinum síðustu ár.Kvennaliðið spilar í annari deild í ár en þar er ákveðin uppbygging í gangi. vonandi að stelpunum gangi betur en á síðasta tímabili enda stefnan sett á að hafa lið í fremstu röð í báðum flokkum.
Þjálfari verður áfram Marek Bernat en nú nýverið gerði Blakdeild KA einmitt nýjan fjögurra ára samning við hann og er ánægjulegt að hann skuli halda áfram enda góður þjálfari sem hefur náð góðum árangri með KA liðið og einnig kvennalandslið Íslands.
Að lokum vil ég óska öllum blökurum til hamingju með að nýtt blakár sé að byrja og óska öllum góðs gengis.