Karlaliðið sendir þunnskipaðan hóp suður að þessu sinni en í liðið vantar þá Daníel Sveinsson og Árna Björsson en þeir hafa báðir verið lykilmenn með KA í vetur og Hilmar Sigurjónsson er fjarverandi vegna veikinda. Að auki hefur Valgeir Valgeirsson nú skipt yfir í HK. Það er því spennandi að sjá hvernig KA-liðinu tekst að spila úr þeim mannskap sem það hefur til ráðstöfunar í þessum leik. Þar er mun mæða á ungum og efnilegum leikmönnum KA sem þarna fá sína eldskýrn og reynsluboltunum Filip og Piotr.
Kvennaliðið er í betri málum og teflir fram sínu sterkasta liði. Það verður spennandi að sjá hvort þær ná að fylgja eftir góðri frammistöðu í MIKASADEILDINNI en þar eru þær ennþá ósigraðar.