Blakdeild KA verður með fyrirtækjamót í blaki á Akureyri 20. október n.k í KA heimilinu.
Mótið er frábær leið til þess að efla starfsandann, ekki þarf að kunna neitt í blaki til þess að taka þátt.
Aðalatriðið er að hafa gaman saman!
Meistaraflokkur KA verður á staðnum til að segja til og dæma leiki.
Þátttökugjaldið er 40 þúsund á lið, innifalið í því er mótsgjald og veigar í fljótandi og föstu formi eftir mót.
Mótið hefst föstudaginn 20.október klukkan 17:00 í KA heimilinu og verður spilað til kl 20:00.
Að venju verður happdrætti í hléi milli leikja og eftir að öllu spili er lokið verður verlaunaafhending.
Eftir mótið verður skemmtilegt partý með veitingum og er áætlað að það standi til 23:00.
Fjöldi liða er takmarkaður við 12 lið þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst.
Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á: thorvald@vis.is
Aðalmarkmið mótsins er að allir sekmmti sér vel og að starfsmenn fyrirtækja eigi frábært kvöld.
Leggjum áheyrslu á að það þarf ekki neina kunnáttu til að vera með, við reynum að skipta liðum niður eftir getu þannig allir hafi gaman af sem er aðalmarkmið mótsins.
Blakdeild KA