Valþór Ingi Karlsson er fæddur 21. maí 1997. Hann hefur æft blak hjá KA frá 6 ára aldri og á bæði Íslands- og Bikarmeistaratitla með yngri flokkum félagsins.
Valþór Ingi tók fyrst þátt í leik með meistaraflokki þegar hann var 13 ára en hefur verið einn af lykilmönnum þess liðs undanfarin ár. Hann er fjölhæfur leikmaður með mikinn leikskilning og mikla vinnusemi á vellinum. Valþór Ingi varð bikarmeistari með liðinu s.l. vor og í 2. sæti Íslandsmótsins eftir harða baráttu í úrslitakeppninni. Þá var hann valinn í úrvalsllið Mizunodeildarinnar s.l. vor sem besti frelsingi Íslandsmótsins.
Valþór Ingi hefur lengi spilað með unglingalandsliðnum í blaki og lauk þeim ferli nú í haust er hann fór með U-19 ára landsliðnu á NEVZA mót til Englands. Í sumar spilaði hann sína fyrstu A-landsliðsleiki þegar liðið tók þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins. Þá hefur hann verið valinn í A-landsliðshóp sem tekur þátt í Novotel cup í Luxemborg um áramótin. Þrjú önnur verkefni liggja fyrir hjá A- landsliðinu n.k. vor. Það er því að miklu að stefna.
Valþór Ingi hefur sýnt að hann hefur til að bera þann metnað, sem þarf til að ná árangri í íþróttinni og er ástundun hans til fyrirmyndar í alla staði.