Um helgina ráðast úrslitin í Bikarkeppni BLÍ í Laugardalshöllinni. Fjögurra liða undanúrslit fara fram á laugardaginn og svo ráðast úrslitin á sunnudeginum. Í karlaflokki eru það KA og HK annars vegar og Stjarnan og Þróttur R hins vegar sem spila í undanúrslitum. Í kvennaflokki eru það HK og Þróttur R annars vegar og Afturelding og Þróttur Nes hins vegar. Allir leikirnir á laugardeginum verða sýndir í beinni útsendingu á www.sporttv.is en ekkert jafnast þó við að mæta á leikina sjálfa og upplifa stemmninguna og hvetjum við alla sanna KA menn til að mæta! Úrslitaleikirnir verða svo sýndir í beinni útsendingu á RÚV á sunnudeginum. Tímasetning leikja er sem hér segir:
Laugardagur: Konur
kl. 12.00 HK-Þróttur R
kl. 14.00 Afturelding-Þróttur N
Karlar
kl. 16.00 HK-KA
kl. 18.00 Stjarnan-Þróttur R Sunnudagur: kl. 13:30 Úrslit kvenna kl. 15:00 Úrslit karla (eða að loknum kvennaleiknum)