27.03.2010
Stelpurnar léku annan leik sinn í úrlitakeppninni á laugardag gegn HK og töpuðu þær 0-3. Í liðið vantaði bæði
Guðrúnu og Huldu Elmu en það afsakaði samt ekki hörmulegt andleysi og skelfilegan leik liðsins í fyrstu tveimur hrinunum.
Úrslitakeppni kvenna:
HK-KA 3-0 (25-8, 25-7, 27-25)
Stelpurnar byrjuðu leikinn ágætlega og komust í 0-4. HK fór svo að gera eitthvað að viti og sallaði inn stigum gegn steingeldum, stöðum og
áhugalausum KA-stelpunum. Tólf stig í röð skilaði HK í 12-4 og svo bara hélt niðurlægingin áfram. Fyrsta hrinan endaði 25-8 og
sú næsta 25-7. Stelpurnar sáu að svona gat þetta ekki gengið og börðust að krafti alla síðustu hrinuna. Þær tóku strax
forustu og leiddu allt þar til HK jafnaði 17-17. KA gaf þó ekkert eftir og leiddi upp í 20-21. Þá fyrst komst HK yfir 22-21. Síðustu skorpurnar
í leiknum voru langar og æsispennandi þar sem HK bjargaði oft vel í afturlínunni. HK komst í 24-23, 25-24 og 26-25 áður en KA liðið
klikkaði í móttöku.
Stelpurnar sýndu margt gott í lokahrinunni en hinar tvær voru arfaslakar. Sesselja var að spila sem kantsmassari og átti flottan leik. Alda kom í
frelsingjastöðuna og stóð sig einnig vel. Aðrar voru nokkuð frá sínu besta og var eins og það skorti trú á að liðið
hefði eitthvað að gera í Íslands- og bikarmeistarana.
Ekki er hægt að segja frá stigaskori einstakra leikmanna þar sem í úrslitakeppninin virðast stig leikmanna ekki skráð niður eins og
tíðkast í deildarkeppninni.