Fréttir

Úrslitaeinvígi karla hefst í kvöld!

Úrslitaeinvígi KA og HK í blaki karla hefst í kvöld er liðin mætast í Fagralundi klukkan 19:30. KA varð þrefaldur meistari í fyrra og hefur unnið bæði Deild og Bikar á núverandi tímabili og strákarnir ætla sér að endurtaka þrennuna frá því í fyrra. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Kópavog í kvöld og styðja þá til sigurs

Kvennalið KA kláraði einvígið við Völsung

KA sótti Völsung heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna í kvöld. Stelpurnar höfðu unnið fyrsta leikinn í oddahrinu eftir svakalega baráttu og mátti því búast við krefjandi leik á Húsavík

Tryggja stelpurnar sér sæti í úrslitunum?

KA sækir Völsung heim í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna. Stelpurnar unnu fyrsta leikinn og fara áfram í úrslit með sigri í kvöld á sama tíma og lið Völsungs hyggst tryggja sér oddaleik í KA-Heimilinu

Strákarnir slógu út Álftanes 2-0

KA sótti Álftanes heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. Strákarnir höfðu unnið sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna og gátu með sigri tryggt sér sæti í úrslitum en Álftnesingar urðu að vinna til að knýja fram oddaleik

Annar leikur Álftanes og KA í kvöld

KA sækir Álftanes heim í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. KA vann fyrri leik liðanna ansi sannfærandi 3-0 í KA-Heimilinu á laugardaginn og leiðir því einvígið 1-0. KA er nú þegar búið að vinna sigur í Deildarkeppninni sem og Bikarkeppninni og ekki spurning að liðið ætlar sér þrennuna annað árið í röð