Annar leikur Álftanes og KA í kvöld

Fúsi og félagar ætla að klára einvígið í kvöld!
Fúsi og félagar ætla að klára einvígið í kvöld!

KA sækir Álftanes heim í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. KA vann fyrri leik liðanna ansi sannfærandi 3-0 í KA-Heimilinu á laugardaginn og leiðir því einvígið 1-0. KA er nú þegar búið að vinna sigur í Deildarkeppninni sem og Bikarkeppninni og ekki spurning að liðið ætlar sér þrennuna annað árið í röð.

Strákarnir tryggja sér þátt í úrslitunum með sigri í kvöld og hvetjum við KA menn fyrir sunnan til að mæta og styðja þá til sigurs í kvöld, áfram KA!