Fréttir

Frábær KA sigur í oddahrinu

KA tók á móti HK í uppgjöri toppliðanna í Mizunodeild karla í blaki í KA-Heimilinu í dag. Það var ljóst að með sigri gæti KA liðið komið sér í kjörstöðu í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn en á sama tíma var leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir lið gestanna enda mikilvægt að saxa á forskot KA liðsins á toppnum

Stórleikir í blakinu á morgun, KA-HK

Þeir gerast vart stærri blakleikirnir sem fara fram í KA-Heimilinu á morgun, laugardag en þá taka bæði karla- og kvennalið KA á móti HK. Bæði lið KA eru á toppi Mizunodeildanna en HK veitir þeim ansi harða keppni og ljóst að þetta eru lykilleikir í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn

KA vann frábæran sigur á Húsavík

Það var sannkallaður nágrannaslagur í kvöld er Völsungur tók á móti KA í Mizunodeild kvenna í blaki. Fyrir leikinn var KA í 2. sæti deildarinnar en lið Völsungs hefur verið á miklu skriði undanfarið og sat í 3. sætinu, leikurinn var því ansi mikilvægur í toppbaráttunni og ljóst að bæði lið ætluðu sér sigurinn

Æfing 3.-4. flokks færð í Naustaskóla

Æfing dagsins hjá 3. og 4. flokki karla og kvenna í blaki verður í Naustaskóla klukkan 18:00 en ekki í KA-Heimilinu eins og venjulega. Endilega komið skilaboðunum áleiðis til þeirra er málið varðar

Blaklandsliðin luku leik í forkeppni EM í kvöld

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki luku í kvöld leik í undankeppni EM. Liðin hafa undanfarnar vikur undirbúið sig fyrir lokaleikina í undankeppninni sem spilaðir voru í vikunni. Hjá körlunum átti KA tvo fulltrúa en það voru þeir Alexander Arnar Þórisson og Sigþór Helgason en hjá konunum var Gígja Guðnadóttir fulltrúi KA