Fréttir

KA varði bikartitilinn í blaki karla!

Karlalið KA í blaki sem er handhafi allra bikara í dag mættu Álftanesi í úrslitaleik Kjörísbikarsins og reyndi þar að verja Bikarmeistaratitil sinn. Mikill stígandi hefur verið í leik Álftnesinga í vetur og unnu þeir góðan sigur á HK í undanúrslitum og klárt að okkar lið þyrfti að hafa fyrir hlutunum í dag

KA bikarmeistari í blaki kvenna 2019!

Kvennalið KA í blaki sem varð Deildarmeistari á dögunum mætti HK í úrslitum Kjörísbikarsins í dag. Fyrirfram var búist við hörkuleik enda tvö bestu blaklið landsins að mætast og úr varð hörku skemmtilegur og spennandi leikur

Bæði lið KA leika til úrslita í bikarnum

Það var heldur betur góður dagur í blakinu í gær er bæði karla- og kvennalið KA tryggðu sér sæti í bikarúrslitunum. Stelpurnar unnu flottan 3-1 sigur á Þrótti Nes. og strákarnir lögðu Þrótt Nes. 3-0 að velli í sínum leik. Úrslitaleikirnir fara fram í dag, konurnar leika kl. 13:30 og karlarnir kl. 15:30

Breyting á bikarúrslitahelgi BLÍ

Það er komið að stærstu helgi ársins í blakinu þegar sjálf bikarúrslitin í Kjörísbikarnum fara fram. Vegna ófærðar hefur dagskrá undanúrslitanna verið breytt en þangað eru bæði karla- og kvennalið KA komin

6 fulltrúar KA í A-landsliðum BLÍ

KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum karla- og kvenna landsliða Íslands í blaki, þrjá í karla- og þrjá í kvennaliðinu. Þetta eru þau Filip Pawel Szewczyk, Sigþór Helgason, Alexander Arnar Þórisson, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Gígja Guðbrandsdóttir

KA-Skautar unnu 4. deild kvenna

Um helgina lauk deildarkeppni í neðri deildunum í blakinu og voru tvö lið KA í eldlínunni. KA-Skautar gerðu sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar í 4. deild kvenna sem tryggir liðinu sæti í 3. deild á næsta keppnistímabili

Bæði lið KA í bikarúrslitahelginni

Helgina 22.-24. mars fer fram bikarúrslitahelgina í blaki en þá verður leikið í undanúrslitum sem og úrslitum bæði í karla- og kvennaflokki. KA er með lið á báðum vígstöðvum og er klár stefna hjá liðunum okkar að hampa bikarnum

KA tvöfaldur Deildarmeistari í blaki

Kvennalið KA tryggði sér í dag sigur í Mizunodeild kvenna í blaki eftir 1-3 sigur á Þrótti Neskaupstað á útivelli. Stelpurnar töpuðu aðeins tveimur leikjum í vetur en þurftu engu að síður á tveimur sigrum að halda um helgina til að tryggja titilinn og það gerðu þær svo sannarlega

Tveir 0-3 sigrar á Neskaupstað í dag

Fyrri dagur blakliða KA á Neskaupstað var ansi hreint góður en bæði karla- og kvennalið KA uppskáru 0-3 sigra. Það er komið að úrslitastundu í blakinu og stefnir kvennalið KA á að tryggja sér sigur í Mizunodeildinni en það yrði annar titill KA í kvennablaki frá upphafi

Verða stelpurnar Deildarmeistarar um helgina

Það er mikið undir í blakinu um helgina þegar bæði karla- og kvennalið KA í blaki sækja Þrótt Neskaupstað heim. Þetta eru lokaleikir liðanna í Mizunodeildinni í vetur en kvennalið KA getur með góðum úrslitum tryggt sér Deildarmeistaratitilinn