Fréttir

Bikarúrslit um næstu helgi

Allir bikarleikir helgarinnar, bæði fjórðungsúrslit og bikarúrslit karla og kvenna  fara fram í Laugardagshöllinni í Reykjavík um næstu helgi.  KA mætir Fylki kl. 17:00 á laugardag í fjögurra liða úrslitum.  Vinni KA lið Fylkis mætir það sigurvegaranum úr leik Þróttar Reykjavík og Stjörnunnar. Úrslitaleikurinn hefst kl. 15:30 á sunnudag.Við hvetjum gamla KA menn í Reykjavík og nágrenni til að mæta í Laugardalshöllina og hvetja KA menn til sigurs. Áfram KA!!!!!

Öruggur sigur KA manna í seinni leiknum gegn HK

KA menn unnu leikinn gegn HK 3-0 (25-21) (25-20) (25-21). Með sigrinum komst KA upp fyrir Stjörnuna í 2. sæti deildarinnar með 22 stig og á góða möguleika á að ná silfurverðlaunum í deildarkeppninni í ár. Liðið þarf að vinna 2 hrinur gegn Þrótti í síðustu leikjum keppninnar til að tryggja silfrið.

KA vann HK 3-1

KA vann HK 3-1 (25-14) (25-21) (21-25) (25-22) í gær í 1. deild karla. Hið unga lið HK beit frá sér í þriðju hrinu og sýndi ágætan leik á kölfum. Davíð Búi Halldórsson spilaði fyrsta leik sinn með KA á þessu timabili og átti góðan leik.