30.11.2006
Annar flokkur karla kom skemmtilega á óvart þegar þeir sigruðu 2. fl. HK á sunnudaginn var. Liðið ekki leikið saman áður og lék Sigurbjörn Friðgeirsson sinn fyrsta leik með KA sem uppspilari og stóð sig mjög vel.HK byrjaði betur og vann fyrstu tvær hrinurnar. Það tók uppspilara KA liðins Sigurbjör Friðgeirsson smá tíma að komas inn í leikinn enda fyrsti leikur hans í sem uppspilara í hlauparakerfinu. Hann komst sífellt betur inn í leikinn og það endaði með því að KA vann síðustu 3 hrinur leiksins með mikilli baráttu og leikgleði. Frábært strákar.