Önnur úrslit urðu sem hér segir.
Strákarnir í 5. fl. a-liða lenti í 4 sæti sem er einn best árangur sem KA hefur náð í þeim flokki.
Í 5 fl. c-liða varð KA í 7. og næstneðsta sæti en strákarnir stóðu sig frábærlega og unnu 4 hrinur en þeir áttu í raun að spila stig 1 á mótinu. Það stig var hins vegar fellt niður þar sem of fá lið vildu spila það. Þrátt fyrir að vera spila sig 3 nánast í fyrsta sinn unnu strákarnir eins og áður sagði 4 hrinur sem er í raun frábær árangur hjá þeim.
Í 4 fl. kv. a-liða urðu okkar stúlkur í 7 sæti og voru í raun mjög óheppnar að komast ekki efri riðil úrslita - vantaði einungis eina hrinu til þess að ná inn. Þess má geta að þessar stelpur spiluðu allar líka í 3. fl. og voru því undir miklu álagi á mótinu sem óhjákvæmilega kom niður á árangrinum í báðum flokkum - en góð og mikilvæg reynsla fyrir stelpurnar sem nýtist án efa síðar.
Í 4. fl. kv. b-liða urðu stelpurnar í 5. sæti sem er mjög gott en í þessu liði eru nokkrir byrjendur sem stóðu sig mjög vel.
Í 4 fl. pilta var gengið upp og ofan en liðið lenti í 7. sæti. Liðið átti þó frábæran endasprett og lagði sterkt lið Aftureldingar í hörkuleik 2-1.
Í þriðja flokki urðu okkar stelpur í 4 sæti aðeins einni hrinu frá þriðja sætinu sem er fyrirtaksárangur.