Á laugardaginn mætti karlalið KA Fylki og sigruðu þeir 3-1. KA menn tóku fyrstu tvær hrinurnar 25:18 og 25:16 en Fylkir vann þá þriðju 27:25. KA menn tóku svo þá fjórðu 25:23 og mátti því litlu muna að Fylkir næði því að knýja fram oddahrinu. Piotr Kempisty var stigahæstur hjá KA með 21 stig og næstur honum var Valþór Ingi Karlsson. Hjá Fylki voru þeir Gaetan Sakindi og Janis Novikovs stigahæstir með 11 stig hvor.
Kvennalið KA mætti sterku liði Aftureldingar aftur á laugardaginn en náðu sér ekki á strik. Afturelding sigraði 3:0 og fóru hrinunrnar 25:10, 25:11 og 25:11. Ekki bárust tölur yfir stigaskor stelpnanna að þessu sinni.