Nú styttist í Smáþjóðaleikana og hefur þjálfari A-landsliðs karla skorið æfingahópinn vegna leikanna niður í 22 leikmenn. Frá KA eru Filip, Ævarr Freyr, Piotr og Hilmar í þeim hópi. Þrettán leikmenn úr æfingahópnum héldu til Færeyja í gær til að spila tvo æfingaleiki við A-landslið heimamanna og er Ævarr Freyr í þeim hópi.
Fyrri leikur liðanna fór fram í dag og höfðu strákarnir okkar sigur 3-1 (15-25, 25-20, 25-23, 25-21). Vonandi sjáum við annan sigur á morgun.
Væntanlega verður lokahópurinn tilkynntur þegar strákarnir koma heim til Íslands aftur á mánudaginn.