Ævarr Freyr í A-landsliðinu

Ævarr Freyr
Ævarr Freyr

Þeir Ævarr Freyr Birgisson og Valþór Ingi Karlsson voru valdir í æfingahóp A-landsliðsins í blaki nú í desember. Ævarr hefur verið við æfingar fyrir sunnan undanfarið og náði inn í lokahópinn sem var valinn 21. desember. Hann mun því halda til Luxemborgar með liðinu þar sem það tekur þátt í NOVOTEL CUP.

Valþór Ingi varð hins vegar fyrir því óláni að meiðast í síðasta deildarleik og gat því ekki tekið þátt í æfingum landsliðsins að þessu sinni en kemur vonandi tvíefldur inn í hópinn þegar kemur fram á nýtt ár.