3 - 2 sigur í fyrsta undanúrslitaleiknum

Fagnandi KA menn
Fagnandi KA menn

KA og Stjarnan spiluðu fyrsta leikinn í undanúrslitum í Ásgarði í gær. KA menn höfðu betur í fimm hrinu leik (27:25, 16:25, 25:19, 19:25, 15:11). Miklar sveiflur voru í leiknum og skiptust liðin á að "eiga" hrinurnar. Gang leiksins má skoða hér: http://www.bli.is/is/mizunodeild-karla 

Næsti leikur liðanna fer fram í KA-heimilinu á morgun, þriðjudag, kl. 19:15. Hvetjum allt blakáhugafólk  sem og aðra til að mæta og hvetja okkar menn.