05.03.2023
KA átti sjö keppendur á Íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum um helgina. Um er að ræða fyrsta mót KA í kraftlyftingum í áraraðir.
Það má með sanni segja að félagið hafi staðið sig með sóma á mótinu. Sex Íslandsmeistaratitlar, ein silfurverðlaun og þrjú Íslandsmet skiluðu sér heim í KA heimilið ásamt því að félagið endaði í öðru sæti í liðakeppninni í karlaflokki með 45 stig
02.03.2023
Um helgina fer fram íslandsmeistaramót í kraftlyftingum og fer mótið fram í Miðgarði í Garðabæ.
72 keppendur eru skráðir á mótið og á KA 7 af þeim, sem verður að teljast frábært afrek fyrir deildina sem heldur uppá 1 árs afmæli í lok marsmánaðar.
30.12.2022
Lyftingadeild KA verður með opið hús á morgun, gamlársdag, þar sem öllum er velkomið að kíkja við og kynna sér aðstöðuna og starf deildarinnar. Einnig verður Gamlársmót sem stefnt er á að verði árlegur viðburður í kjölfarið
19.11.2022
Lyftingadeild KA hefur tekið í notkun nýjan lyftingasal.
Salurinn er staðsettur að Tryggvabraut 22 og er í samstarfi við líkamsræktarstöðina Norður.
12.09.2022
Alex Cambray Orrason úr lyftingadeild KA keppti fyrir hönd Íslands í Frakklandi um helgina á Vestur-Evrópuleikunum í kraftlyftingum. Það má með sanni segja að Alex hafi sýnt styrk sinn en hann gerði sér lítið fyrir og vann bæði sinn flokk sem og opna flokkinn
12.09.2022
Jón Smári Hanson keppti á sínu fyrsta móti í ólympískum lyftingum um helgina og stóð sig með mikilli príði. Hann fékk 5 gildar lyftur af 6 mögulegum og sló persónulegt met í jafnhendingu þegar hann lyfti 102 kg