Fréttir

Ívar Arnbro á reynslu hjá Hammarby

Ívar Arnbro Þórhallsson er um þessar mundir á reynslu hjá Hammarby IF í Svíþjóð en Ívar sem er 17 ára gamall markvörður er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA

Breki Hólm skrifar undir samning út 2025

Breki Hólm Baldursson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA en Breki er gríðarlega öflugur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi félagsins

Knattspyrnudeild KA semur við Macron

Knattspyrnudeild KA og Macron á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning til næstu ára. Macron er ítalskur íþróttavöruframleiðandi sem hefur verið í örum vexti á undanförnum árum. Vörur og þjónusta Macron verða kynntar félagsmönnum KA á næstunni

Hans Viktor skrifar undir hjá KA

Knattspyrnudeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur þegar Hans Viktor Guðmundsson skrifaði undir samning út keppnistímabilið 2025. Hans Viktor er 27 ára miðvörður sem gengur til liðs við okkur frá Fjölni þar sem hann hefur leikið allan sinn feril

Harley Willard framlengir út 2025

Harley Willard skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Eru þetta afar góðar fréttir enda kom Harley sterkur inn í lið KA á nýliðnu tímabili

Mikael Breki stóð fyrir sínu með U17

Mikael Breki Þórðarson stóð sig virkilega vel með U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem keppti í undankeppni EM. Strákarnir unnu góðan sigur á Armeníu, gerðu jafntefli við Írland en töpuðu gegn Sviss

Hallgrímur Mar leikið 203 leiki í röð fyrir KA!

Hallgrímur Mar Steingrímsson heldur áfram að skrifa söguna með því bæta félagsmet sín fyrir KA en hann er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins auk þess að vera sá markahæsti. Hann gerði svo gott betur í sumar og bætti við Íslandsmeti er hann lék sinn 182 deildarleik í röð fyrir KA

Hallgrímur Mar bestur - Ingimar efnilegastur

Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram um helgina eftir frábæran sigur á HK í lokaumferð Bestu deildarinnar. KA kláraði eftirminnilegt sumar með stæl en strákarnir unnu afar sannfærandi sigur í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir að hafa farið í bikarúrslit

Myndaveisla frá bikarúrslitaleiknum

KA mætti Víkingum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á dögunum en KA var þarna að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik í sögunni. Því miður voru úrslitin ekki okkur að skapi en við getum engu að síður verið afar stolt af framgöngu okkar bæði innan sem utan vallar

Fyrrum fyrirliðar spá KA sigri

Á morgun, laugardag, er komið að stærsta leik sumarsins þegar KA og Víkingur mætast í sjálfum bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli klukkan 16:00. KA er að leika til úrslita í bikarkeppni KSÍ í fjórða skiptið í sögunni og í fyrsta skiptið frá árinu 2004