Fréttir

Þegar KA lagði CSKA Sofia (myndband)

KA lék sinn fyrsta evrópuleik þegar Búlgarska stórliðið CSKA Sofia mætti á Akureyrarvöll þann 19. september árið 1990. KA hafði orðið Íslandsmeistari árið 1989 og keppti því fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni Meistaraliða árið 1990
Lesa meira

Undanúrslitaleikur á sunnudaginn hjá 4. flokki

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki leika til undanúrslita á Íslandsmótinu í KA-Heimilinu á morgun, sunnudag, þegar lið HK mætir norður. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og hvetjum við alla til að mæta og styðja strákana til sigurs enda leikurinn upp á líf og dauða, sjáumst í KA-Heimilinu, áfram KA!
Lesa meira

Skráning í rútuferð á fyrsta útileik sumarsins hafin

Mánudaginn 1. maí leikur KA sinn fyrsta leik í Pepsi deildinni þegar liðið sækir Breiðblik heim. Mikil eftirvænting er fyrir sumrinu hjá öllum KA mönnum og ætla stuðningsmenn að fjölmenna á leikinn.
Lesa meira

Vinningshafar í happadrætti KA

Dregið var í happadrætti KA í gærkvöldi og hér er vinningaskráin! Hægt er að nálgast vinningana upp í KA-heimili milli 13 og 17 alla virka daga.
Lesa meira

Friðfinnur Hermannsson er fallinn frá

Friðfinnur Hermannsson, eða Freddi eins og hann var oft kallaður, lést í gærmorgun eftir erfiða baráttu við krabbamein. Friðfinnur var leikmaður meistaraflokks karla í fótbolta til margra ára. Friðfinnur var vinsæll í hóp og einstaklega skemmtilegur liðsfélagi. Hann er af mikilli KA fjölskyldu en bæði hann, bræður hans og foreldrar voru og eru alltaf boðin og búin til þess að hjálpa KA ef til þarf. Við leikslok þakkar KA Fredda samveruna á liðnum áratugum og sendir fjölskyldu og ástvinum hans sínar dýpstu samúðarkveðjur
Lesa meira

20 ár frá fyrsta Íslandsmeistaratitli KA í handbolta

Lesa meira

Getraunastarf KA - Staðan í leikjum

Tveir leikir eru í gangi hjá Getraunastarfi KA, Brekkudeildin og Almenni Hópleikurinn og við skulum renna eldsnöggt yfir stöðuna.
Lesa meira

Stórafmæli í apríl

Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í apríl innilega til hamingju.
Lesa meira

Getraunastarf KA hefst að nýju

KA-menn eru að endurvekja getraunastarf sitt sem var með miklum blóma fyrir nokkrum árum. Alla laugardaga sem eftir eru til vorsins eru tipparar velkomnir í KA heimilið, í fyrsta skipti, laugardaginn 1. apríl, frá klukkan 11 til 13.
Lesa meira

Óskilamunir í KA-heimilinu

Nú fer hver að verða síðastur að vitja um óskilamuni í KA-heimilinu.
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband