13.12.2006
"Gaman að fá að vera með" Gerður hefur verið styrktar- og samstarfssamningur milli Fimleikafélags Akureyrar og KB banka á Akureyri. Með þessu vill bankinn sýna í verki stuðning við ástundun hollrar hreyfingar barna og unglinga.
12.12.2006
Kæru foreldrar, forráðamenn og velunnarar Fimleikafélags Akureyrar.Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn.Fimleikafélag Akureyrar þarfnast aðstoðar ykkar, sínum samstöðu í þágu barna okkar.
11.12.2006
Kæru foreldrar og velunnarar Fimleikafélags Akureyrar.Stjórn FA getur aðeins gengið ákveðið langt í því að sannfæra bæjaryfirvöld um þörfina á bættri aðstöðu fyrir féalgið, nú vantar okkur hjálp og það ekki af minni gerðinni.
10.12.2006
9.des var lokadagur hjá 4 – 5 ára hópum Fimleikafélags Akureyrar sem Ármann hefur þjálfað í vetur, sett var upp sýning í Glerárskóla fyrir foreldra og aðstandendur barnanna.
05.12.2006
Hægt er að nálgast nýja félagsbolinn og gallann á skrifstofu FA alla næstu viku 11 til 15.des. milli 16:00 og 18:00.Verið er að hanna sambæriegan búning handa strákum sem stunda fimleika hjá félaginu, því miður þá næst sá galli ekki í hús fyrir jól.
03.12.2006
Sunnudaginn 3.desember var árleg jólasýning FA haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri. Vanalega hefur sýning þessi farið fram í íþróttamiðstöð Glerárskóla, en vegna fjölda iðkenda þá var sú ákvörðun tekin að flytja sýninguna í Höllina, og það var greinilegt að ekki var vanþörf á.
02.12.2006
Jólasprell Fimleikafélags Akureyrar verður í Höllinni Sunnudaginn 3.desember.Gengið er inn í höllina að sunnan.Allir iðkendur Fimleikafélagsins, 6.ára og eldri koma fram á sýningunni og líka einn 5 ára hópur.
25.11.2006
Það var ferð til fjár hjá hópunum F-1 og F-2 á vina móti Ármanns í Ármannsheimilinu í dag 25.nóv.Stelpurnar okkar bókstaflega áttu mótið, þær sópuðu til sín verðlaunum bæði í 5.
23.11.2006
4.janúar þá byrjar starfið hjá FA aftur.Fyrstu hópar sem eiga að mæta eru F-1, F-2 og I-1.Starfað verður eftir stundaskrá eins og hún var fyrir áramót.Stundaskrá getur þó tekið einhverjum breytingum.
17.11.2006
þann 17.nóvember árið 2004 var fimleikafélag Akureyrar stofnað, áður hét það Fimleikaráð Akureyrar.