Fréttir

Stundatafla Haustannar 2023

Æfingartafla Haustannar 2023 er loksins komin inn á heimasíðuna. Hún er birt með fyrirvara um breytingar vegna brottfalls, stundaskráa þjálfara úr framhaldsskólum og annarrar hagræðinga.

Fundargerð félagsfundar sem haldinn var 8. ágúst

Fundargerð félagsfundar sem haldinn var 8.ágúst. Stjórn vill þakka öllum þeim sem mættu á fundinn, það styrkti okkur í áframhaldandi sjálfboðavinnu fyrir félagið. Stjórn vill koma því hér á framfæri sem kom greinilega ekki skýrt fram á fundinum. Allir fastráðnir starfsmenn FIMAK verða endurráðnir, verið er að vinna að ráðningarsamningum þeirra.

Skráning er hafin í laugardagshópa!

Fimleikafélag Akureyrar verður með íþróttaskóla líkt og síðustu ár fyrir börn fædd 2021-2018. Hóparnir kallast S-hópar og æfa 1x í viku á laugardögum. Æfingar hefjast laugardaginn 2.september Yfirþjálfari er Ármann Ketilsson ásamt hjálparhellum S2 og S3 hópar eru að fyllast en endilega skráið barnið á biðlista (sami linkur) og við bætum við auka hópi!

Við erum að ráða þjálfara!

FIMAK óskar eftir að ráða þjálfara í hóp- og áhaldafimleika. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknum ástamt ferilskrá skal senda á skrifstofa@fimak.is - umsóknarfrestur er til og með 20.ágúst nk. Frekari upplýsingar veitir Alexandra, skrifstofustjóri félagsins í tölvupósti á skrifstofa@fimak.is.

Skráning hafin í grunnhópa A1,A2 og A3

FIMAK býður upp á grunnhópa í fimleikum þar sem farið er yfir grunnatriði í fimleikum. Iðkendur fá bæði að kynnast áhaldafimleikum og hópfimleikum. Eftir grunnhópana færa þau sig annaðhvort upp í áhaldafimleika eða hópfimleika.

Dagskrá félagsfundar 8.ágúst

Dagskrá félagsfundar 8.ágúst ; - Kynning á stjórnarmeðlimum og starfsmanni skrifstofu. - Fjármál FIMAK - Kostnaðargreining - Verðskrá haustannar 2023 - Sameining við annað félag - Þjálfaramál. Félagsmenn og allir sem sýna starfi FIMAK áhuga eru hvattir til að mæta

Félagsfundur Þriðjudaginn 8.ágúst kl.20:00

Stjórn FIMAK boðar til félagsfundar þriðjudaginn 8.ágúst kl.20:00 í íþróttamiðstöðinni Giljaskóla. Félagsmenn og allir sem sýna starfi FIMAK áhuga eru hvattir til að mæta. Dagskrá : Fjárhagsstaða félagsins Framtíðahorfur Staða félagsins fh. Stjórnar Sonja Dagsdóttir

Frá stjórn FIMAK

Til foreldra/forráðamanna, iðkenda og þjálfara.

FIM-leikjaskóli 2023 lokið

FIM-leikjaskóli FIMAK sumarið 2023 lauk í dag eftir frábærar 4 vikur sem einkenndust af brosandi glæsilegum 45 skoppandi glöðum krökkum. Alls voru þetta 4 námskeið sem stóðu yfir í viku í senn frá klukkan 08:15-14:00 alla virka daga. Námskeiðin gengu ótrúlega vel fyrir sig þökk sé góðu skipulagi Alexöndru sem var með yfirumsjón yfir leikjaskólanum og frábærum stelpum frá vinnuskóla Akureyrarbæjar sem stóðu sig frábærlega. Krakkarnir sem sóttu námskeiðin hjá okkur voru alveg hreint frábærir og til fyrirmyndar. Við hjá FIMAK þökkum öll kærlega fyrir og vonumst til að sjá alla þessa flottu og hressu krakka á æfingu hjá okkur í vetur.

Ný Stjórn FIMAK

Ný stjórn FIMAK hefur tekið til starfa.