Fjögurra stiga leikur í Safamýrinni kl. 15:00

Leikjaálagið heldur áfram í Olísdeild karla í handboltanum þegar KA sækir Fram heim í Safamýrina klukkan 15:00 í dag. KA liðið sem hefur verið á fljúgandi ferð að undanförnu og er ósigrað í síðustu sjö leikjum sínum situr í 3. sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins
Lesa meira

KA/Þór áfram á toppnum eftir stórsigur

KA/Þór fékk botnlið FH í heimsókn í Olísdeild kvenna í dag en fyrir leikinn voru stelpurnar á toppi deildarinnar ásamt Fram. Stelpurnar lentu í miklum vandræðum með FH í fyrri leik liðanna og hafði Andri Snær þjálfari liðsins undirbúið liðið vel fyrir átök dagsin
Lesa meira

Miðasala á heimaleiki morgundagsins

Það er íþróttaveisla framundan á morgun, laugardag, en karlalið KA í knattspyrnu og blaki eiga heimaleik auk kvennaliðs KA/Þórs í handbolta. Áhorfendur hafa verið leyfðir að nýju og hér förum við yfir miðasöluna fyrir leikina
Lesa meira

KA skellti toppliðinu (myndaveisla)

KA tók á móti Haukum í KA-Heimilinu í gærkvöldi en leikurinn var frestaður leikur úr 5. umferð Olísdeildarinnar. Liðin höfðu leikið 10 leiki á meðan önnur lið deildarinnar höfðu leikið 11 og deildarkeppnin því hálfnuð eftir kvöldið
Lesa meira

142 miðar til sölu á KA - Haukar

KA tekur á móti Haukum í hörkuleik í Olísdeild karla í handboltanum klukkan 18:00 í kvöld en þetta verður fyrsti leikur strákanna þar sem áhorfendur verða leyfðir frá því í haust
Lesa meira

Myndaveisla er KA lagði Þór öðru sinni

Þór og KA mættust öðru sinni á skömmum tíma í Höllinni í gær en KA hafði slegið nágranna sína útúr Coca-Cola bikarnum ellefu dögum áður. Nú var hinsvegar leikið í Olísdeildinni en auk montréttsins í bænum börðust liðin fyrir tveimur ansi mikilvægum stigum
Lesa meira

Tveir góðir sigrar hjá 4. fl. kvenna um helgina

4. flokkur kvenna í handbolta spilaði loksins, eftir tæplega árs bið, leik á Íslandsmótinu í handbolta. 4. flokkurinn er nokkuð fjölmennur í ár og tefla þær því fram þremur liðum. Um helgina átti KA/Þór 2 leik gegn Fjölni/Fylki 1 og sama dag spilaði svo KA/Þór 3 gegn Fjölni/Fylki 2
Lesa meira

Aftur vann KA bæjarslaginn í Höllinni!

KA sótti nágranna sína í Þór heim í Olísdeild karla í dag en liðin mættust nýverið í bikarkeppninni þar sem KA fór með 23-26 sigur eftir ansi krefjandi og erfiðan leik. Leikjaálagið hefur verið svakalegt að undanförnu en leikurinn í dag var sá þriðji á sex dögum hjá strákunum og ljóst að erfitt verkefni biði þeirra í Höllinni
Lesa meira

Nágrannaslagur í dag (myndband)

Það er heldur betur skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana en KA sækir nágranna sína í Þór heim klukkan 16:00 í Höllinni í dag. Þetta er þriðji leikur liðsins á sex dögum auk þess sem aðeins ellefu dagar eru síðan KA og Þór mættust í Coca-Cola bikarnum
Lesa meira

Myndaveisla frá endurkomu KA gegn Val

KA tryggði sér dýrmætt stig gegn Val í KA-Heimilinu í gærkvöldi með ótrúlegri endurkomu á lokamínútum leiksins. Það stefndi allt í sigur gestanna sem leiddu 20-26 er fimm og hálf mínúta var eftir og enn leiddu þeir 23-27 er tæpar þrjár mínútur voru eftir
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is