Flýtilyklar
Leiktíðin 2023-2024
Þjálfari meistaraflokks karla var Miguel Mateo Castrillo og honum til aðstoðar Julia Bonet Carreras. Liðið lék í Unbrokendeild karla og hafnaði í 5. sæti deildarinnar en varð tapaði fyrir Hamar frá Hveragerði 2-1 í undanúrslitum. Liðið fór í fjögurra liða úrslit í bikarkeppninni en tapaði þar 2-3 í undanúslitum fyrir Hamar.
Kvennalið KA lék sömuleiðis í Unbrokendeild og var þjálfari liðsins líkt og tímabilið á undan Miguel Mateo Castrillo. Tímabilið varð sannkallað einvígi KA og Aftureldingar. Liðin mættust í dramatískum bikarúrslitaleik þar sem Afturelding hafði að lokum betur. KA varð hinsvegar deildarmeistari og í kjölfarið Íslandsmeistari þriðja árið í röð, eftir að hafa lagt Aftureldingu í þremur leikjum gegn einum.
Í uppgjöri Unbrokendeildanna var kosið í lið ársins og þar á KA fjóra fulltrúa auk þess sem að kvennalið KA á besta erlenda leikmanninn, efnilegasta leikmanninn og besta þjálfarann.
Helena Kristín Gunnarsdóttir, kantur í úrvalsliði kvennadeildar
Julia Bonet Carreras, var kjörin besti erlendi leikmaður Unbrokendeildar kvenna auk þess að vera valin í úrvalslið deildarinnar sem kantur.
Auður Pétursdóttir var kjörin efnilegasti leikmaður Unbrokendeildar kvenna.
Miguel Mateo Castrillo var valinn þjálfari ársins í Unbrokendeild kvenna.
Gísli Marteinn Baldvinsson var kjörinn í úrvalsliði Unbrokendeildar karla sem miðja.