Flýtilyklar
Leiktíðin 2018-2019
Þjálfari meistaraflokks karla var Filip Pawel Szewczyk og lék liðið í Mizunodeild karla. Liðið vann deildina með miklum yfirburðum og tryggði sér í kjölfarið bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn.
Kvennalið vann sömuleiðis alla þrjá titlana sem voru í boði en þjálfari liðsins var Miguel Mateo Castrillo.
KA er fyrsta félagið í sögu blaksins að vera handhafi allra titla karla- og kvennamegin. Þetta magnaða tímabil fer því í sögubækurnar og vill Blakdeild KA þakka öllum þeim sem komu að þessu magnaða afreki, áfram KA!
Blaksamband Íslands valdi Helenu Kristínu Gunnarsdóttur blakkonu ársins. Á lokahófi blakdeildar KA voru veittar fjölmargar viðurkenningar, þar á meðal voru útnefnd bestu leikmenn KA liðanna þau Helena Kristín Gunnarsdóttir og Miguel Mateo Castrillo. Bæði eru þau vel að þessu komin enda léku þau virkilega vel á tímabilinu, Mateo var stigahæsti leikmaður Mizunodeildar karla og Helena var fjórða stigahæst kvennamegin. Smelltu á myndina til að sjá meira um viðurkenningar á lokahófi KA.
Hér eru svipmyndir frá bikarúrslitaleiknum en Ágúst Stefánsson klippti þau saman myndbandið úr útsendingum RÚV.
Hér til hliðar er hægt að skoða leikmannahópa liðanna svo og yfirlit yfir úrslit allra leikja liðanna á tímabilinu og lokastöðu deildarkeppnanna.