Flýtilyklar
LEIKTÍÐIN 2016-2017
Þjálfari meistaraflokks karla var Filip Pawel Szewczyk og lék liðið í Mizunodeild karla. Þar hafnaði liðið í fjórða sæti.
Kvennalið lék sömuleiðis í Mizunodeildinni þar sem liðið hafnaði í 5. sæti, og tók að sjálfsögðu þátt í Kjörísbikarnum. Þjálfari meistaraflokks kvenna var Filip Pawel Szewczyk
Í desember 2016 tilnefndi Blaksambandi Íslands leikmenn í lið fyrri hluta Mizuno-deildanna. Útnefning í lið ársins fór fram í dag á blaðamannafundi á vegum BLÍ og voru fjórir KA menn valdir í lið fyrri hluta mótsins.
Hulda Elma Eysteinsdóttir og Filip Szewczyk voru valin í liðin sem uppspilarar, Valþór Ingi sem móttakari og Hristiyan Dimitrov sem díó. Auk þess var Filip einnig valinn sem besti þjálfarinn í liði fyrri umferðarinnar.
Hér til hliðar er hægt að skoða leikmannahópa liðanna svo og yfirlit yfir úrslit allra leikja liðanna á tímabilinu og lokastöðu deildarkeppnanna.