Flýtilyklar
06.03.2021
KA og Selfoss skildu jöfn (myndir)
KA tók á móti Selfoss í Olísdeild karla í gærkvöldi en aðeins eitt stig skildi liðin að fyrir leikinn og úr varð afar skemmtilegur og spennandi leikur. Liðin gerðu 24-24 jafntefli er þau mættust fyrr í vetur á Selfossi og ótrúlegt en satt varð sama niðurstaða í KA-Heimilinu í gær
Lesa meira
06.03.2021
Mikilvæg stig í húfi gegn Haukum
KA/Þór tekur á móti Haukum klukkan 15:30 í dag í Olísdeild kvenna. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar ásamt Fram þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af deildinni og ætla sér svo sannarlega tvö mikilvæg stig
Lesa meira
05.03.2021
Ásdís og Rut í lokahóp A-landsliðsins
Arnar Pétursson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta valdi í dag þá 18 leikmenn sem munu taka þátt í forkeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu 19.-21. mars næstkomandi. KA/Þór á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Ásdís Guðmundsdóttir og Rut Jónsdóttir
Lesa meira
05.03.2021
Heimaleikur gegn Selfoss í kvöld!
KA fær Selfoss í heimsókn í Olísdeild karla í handboltanum klukkan 19:30 í kvöld. Það má búast við hörkuleik en Selfyssingar eru með 15 stig á meðan KA er aðeins stigi fyrir aftan og klárt mál að strákarnir ætla sér aftur á sigurbrautina
Lesa meira
04.03.2021
Komdu ársmiðanum þínum í Stubb
Áhorfendur hafa verið leyfðir að nýju á íþróttaleikjum en eins og staðan er núna mega aðeins 142 áhorfendur vera í KA-Heimilinu. Til að bregðast betur við þeirri stöðu hefur Handknattleiksdeild KA ákveðið að stíga skrefið að færa miðasölu yfir í miðasöluappið Stubb
Lesa meira
03.03.2021
Bjargaðu páskunum með KA lambalæri!
Handknattleiksdeild KA tekur nú við pöntunum á sérstöku KA lambalæri fyrir páskana en lærið sem er 1,9-2,2 kg er í black garlic marineringu og kemur frá Kjarnafæði. Þetta gæðalæri kostar einungis 5.000 krónur stykkið
Lesa meira
01.03.2021
Kröfum Stjörnunnar vísað frá í máli KA/Þórs
KA/Þór sótti Stjörnuna heim í Olísdeild kvenna þann 13. febrúar síðastliðinn og vann þar 26-27 sigur eftir mikinn baráttuleik. Að leik loknum kom í ljós að mistök höfðu orðið á ritaraborði leiksins með þeim hætti að marki hafði verið bætt við hjá KA/Þór
Lesa meira
01.03.2021
Magnaður febrúar mánuður hjá KA
Febrúar mánuður er liðinn en óhætt er að segja að hann hafi reynst KA ansi gjöfull. Það er leikið ansi þétt þessa dagana eftir að íþróttirnar fóru aftur af stað eftir Covid pásu og léku meistaraflokkslið KA í fótbolta, handbolta og blaki alls 27 leiki í febrúar
Lesa meira
28.02.2021
Strákarnir festust í Safamýrinni
KA sótti Fram heim í 12. umferð Olísdeildar karla í handboltanum í dag en KA liðið var fyrir leikinn ósigrað í sjö síðustu leikjum og hafði unnið sig upp í 3. sæti deildarinnar. Framarar voru hinsvegar aðeins fjórum stigum fyrir aftan í 9. sætinu og því mikið undir hjá báðum liðum
Lesa meira
28.02.2021
Myndaveislur frá heimasigrum gærdagsins
Það var nóg um að vera í gær er karlalið KA í blaki og fótbolta auk kvennaliðs KA/Þórs í handbolta léku heimaleiki í gær. Að sjálfsögðu unnust svo allir þessir leikir auk þess sem að kvennalið Þórs/KA í fótbolta vann útileik gegn FH í Lengjubikarnum
Lesa meira