Flýtilyklar
LEIKTÍÐIN 2017-2018
Þjálfari meistaraflokks karla var Filip Pawel Szewczyk og lék liðið í Mizunodeild karla. Liðið vann deildina með miklum yfirburðum og tryggði sér í kjölfarið bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn.
Tekið á móti Kjörísbikarnum
Kvennalið lék sömuleiðis í Mizunodeildinni og tók þátt í Kjörísbikarnum. Þjálfari liðsins var Lorenzo Ciancio.
Í lokahófi Blaksambands Íslands um vorið var lið ársins tilkynnt og á KA hvorki fleiri né færri en 5 leikmenn í liði ársins hjá körlunum. Auk þess sem Filip Pawel Szewczyk var valinn besti leikmaðurinn.
Lið ársins :
Kantsmassarar – Quentin Moore, KA og Ævarr Freyr Birgisson, KA
Miðjumenn – Gary House, HK og Mason Casner, KA
Uppspilari – Filip Pawel Szewczyk, KA
Díó – Miguel Mateo Castrillo, Þrótti Nes
Frelsingi – Gunnar Pálmi Hannesson, KA
Hér til hliðar er hægt að skoða leikmannahópa liðanna svo og yfirlit yfir úrslit allra leikja liðanna á tímabilinu og lokastöðu deildarkeppnanna.