Flýtilyklar
Leiktíðin 2021-2022
Þjálfari meistaraflokks karla var André Collin dos Santos og lék liðið í Mizunodeild karla.
Kvennalið KA lék sömuleiðis í Mizunodeild og var þjálfari liðsins líkt og tímabilið á undan Miguel Mateo Castrillo. Stelpurnar áttu stórbrotið tímabil og enduðu sem Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar, handhafar allra þriggja stærstu titla tímabilsins.
Á lokahófi blakdeildar KA voru Paula del Olmo og Miguel Mateo Castrillo valin bestu leikmenn KA liðanna. léku þau lykilhlutverk hvort sem litið er til sóknar eða varnar og eru þau vel að heiðrinum komin. Smelltu á myndina til að sjá meira um útnefningar á lokahófinu.
Hér má sjá sigurmyndband er stelpurnar tryggðu sér sigur í Kjörísbikarnum en myndefnið er fengið hjá RÚV og Ágúst Stefánsson klippti efnið saman.
Það var svo ótrúleg stemning í KA-Heimilinu þann 3. maí þegar stelpurnar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Ljósmyndararnir Þórir Tryggvason og Egill Bjarni Friðjónsson fönguðu stemminguna og má sjá myndarsyrpur þeirra með því að smella á nöfn þeirra.
Hér til hliðar er hægt að skoða leikmannahópa liðanna svo og yfirlit yfir úrslit allra leikja liðanna á tímabilinu og lokastöðu deildarkeppnanna.