Fréttir

KA Bikarmeistari í blaki 2018

Karlalið KA í blaki gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara HK að velli í úrslitaleik Kjörísbikarsins 3-1 og tryggði sér sinn 8. Bikarmeistaratitil í sögu félagsins. KA liðið hefur þar með unnið bæði Deildarmeistaratitilinn og Bikarmeistaratitilinn í ár og stefnir að sjálfsögðu á þrennuna.

KA komið í bikarúrslitaleikinn í blaki

Deildarmeistarar KA í blaki tryggðu sér áðan sæti í úrslitaleik Kjörísbikarsins með öruggum 3-0 sigri á Hrunamönnum. Það var aldrei spurning hvernig leikurinn endaði en KA hafði algjöra yfirburði í öllum hrinum sem enduðu 9-25, 3-25 og 8-25

KA getur orðið bikarmeistari um helgina | Gunnar Pálmi í viðtali

Karlalið KA í blaki getur um helgina orðið bikarmeistari, í þriðja sinn á fjórum árum.