KA Bikarmeistari í blaki 2018
11.03.2018
Karlalið KA í blaki gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara HK að velli í úrslitaleik Kjörísbikarsins 3-1 og tryggði sér sinn 8. Bikarmeistaratitil í sögu félagsins. KA liðið hefur þar með unnið bæði Deildarmeistaratitilinn og Bikarmeistaratitilinn í ár og stefnir að sjálfsögðu á þrennuna.