Fréttir

06.10.2025

Jakob Héðinn gengur í raðir KA

Knattspyrnudeild KA hefur borist góður liðsstyrkur en Jakob Héðinn Róbertsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið og er því samningsbundinn út sumarið 2028. Jakob hefur vakið verðskuldaða athygli með liði Völsungs og verður virkilega spennandi að fylgjast með framgöngu hans í gula og bláa búningnum
06.10.2025

Glæsilegur árangur í júdó á Haustmóti JSÍ

Keppendur frá Júdódeild KA stóðu sig með prýði á Haustmóti JSÍ sem fram fór síðastliðinn laugardag, 4. október, í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi.
03.10.2025

Mikael Breki framlengir út 2028

Mikael Breki Þórðarson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2028. Mikael Breki eða Mikki eins og hann er iðulega kallaður er ákaflega spennandi og efnilegur miðjumaður sem á framtíðina fyrir sér
01.10.2025

Stórafmæli félagsmanna

Stórafmæli skráðra félagsmanna í október
30.09.2025

Hans Viktor framlengir út 2027

Hans Viktor Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2027. Þetta eru stórkostlegar fréttir en Hans Viktor hefur verið algjörlega frábær frá því hann gekk í raðir KA fyrir sumarið 2024
26.09.2025

Frítt á evrópuleik 2. flokks á miðvikudaginn

Á miðvikudaginn er komið að heimaleik Íslandsmeistara KA í 2. flokk gegn Lettneska liðinu FS Jelgava í UEFA Youth League en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum sem leikinn var í Lettlandi á dögunum
26.09.2025

Atli Sveinn ráðinn sem afreksþjálfari KA

Atli Sveinn Þórarinsson er snúinn aftur á heimaslóðir en hann tekur nú við starfi afreksþjálfara knattspyrnudeildar KA. Eru þetta afar jákvæðar og spennandi fréttir en stuðningsmenn KA ættu að þekkja vel til Atla Sveins sem er uppalinn hjá KA og lék alls 119 leiki í deild og bikar fyrir KA
25.09.2025

Íslandsbanki styður við KA/Þór - 2 ára samningur

Íslandsbanki og kvennaráð KA/Þórs hafa gert með sér nýjan tveggja ára samstarfssamning og verður því áframhald á góðu samstarfi aðilanna en Íslandsbanki hefur verið einn af lykilbakhjörlum KA/Þórs undanfarin ár

Æfingatöflur

KOMDU Á ÆFINGU!

KA býður upp á fjölbreyttar æfingar fyrir hressa krakka í fótbolta, handbolta, blaki, júdó, lyftingum og fimleikum. Það er alltaf í boði að koma og prófa og hvetjum við ykkur eindregið til að prófa sem flestar greinar hjá KA.

Æfingatíma má finna á undirsíðu hverrar deildar fyrir sig. Ef einhverjar spurning eru þá er hægt að hafa samband við yfirþjálfara hjá hverri deild fyrir sig. Hlökkum til að sjá ykkur!