Flýtilyklar
Ásdís og Rut í lokahóp A-landsliðsins
Arnar Pétursson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta valdi í dag þá 18 leikmenn sem munu taka þátt í forkeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu 19.-21. mars næstkomandi. KA/Þór á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Ásdís Guðmundsdóttir og Rut Jónsdóttir.
Þetta er frábær viðurkenning á starfi KA/Þórs og verður svo sannarlega spennandi að sjá hvort íslenska liðinu takist að komast uppúr forkeppninni en allir leikir forkeppninnar fara fram í Norður-Makedóníu. Leikjaplan Íslands er eftirfarandi:
Fös. 19. mars kl. 16:45 | Ísland – Norður-Makedónía
Lau. 20. mars kl. 18:45 | Ísland – Grikkland
Sun. 21. mars kl. 18:45 | Ísland – Litháen
Ásdís er þarna að taka þátt í sínu fyrsta verkefni með A-landsliðinu en áður hefur hún leikið tvo leiki með B-landsliði Íslands auk verkefna hjá yngrilandsliðunum. Rut er hinsvegar fyrir löngu búin að festa sig í sessi í hópnum og er næst reynslumest með 94 landsleiki.
Við óskum Ásdísi og Rut til hamingju með valið sem og góðs gengis í þessu spennandi en krefjandi verkefni.