Flýtilyklar
20.01.2021
Myndaveisla frá stórsigri KA/Þórs á HK
KA/Þór fékk HK í heimsókn í Olísdeild kvenna í handbolta í gær. Aðeins munaði einu stigi á liðunum fyrir leikinn en þau börðust hart um sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og reiknuðu því flestir með hörkuleik
Lesa meira
19.01.2021
KA/Þór fær HK í heimsókn kl. 18:00
Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í handboltanum í kvöld þegar KA/Þór fær HK í heimsókn. Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjum þessa dagana en þess í stað verður leikurinn í beinni og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála
Lesa meira
16.01.2021
Spennusigur KA/Þórs á Ásvöllum
Baráttan í Olísdeild kvenna fór aftur af stað í dag er KA/Þór sótti Hauka heim í 4. umferð deildarinnar. Aðeins einu stigi munaði á liðunum fyrir leik og miðað við undanfarna leiki liðanna mátti búast við hörkuleik enda ljóst að gríðarleg barátta verður um efstu fjögur sæti deildarinnar sem gefa sæti í úrslitakeppninni
Lesa meira
16.01.2021
KA/Þór sækir Hauka heim kl. 16:00
Það er svo sannarlega stórleikur framundan í Olísdeild kvenna í handboltanum í dag þegar KA/Þór sækir Hauka heim klukkan 16:00 á Ásvöllum. Síðustu leikir liðanna hafa verið spennuþrungnir og má heldur betur búast við áframhaldi á því í dag
Lesa meira
15.01.2021
Komdu á handboltaæfingu!
Heimsmeistaramótið í handbolta er í fullum gangi og um að gera að koma og prófa þessa skemmtilegu íþrótt. Ef þú hefur áhuga á að koma á æfingu og prófa handbolta hjá okkur í KA og KA/Þór þá skaltu ekki hika við að láta sjá þig, þú munt ekki sjá eftir því
Lesa meira
14.01.2021
Íþróttaveislan að hefjast á ný!
Eftir langa íþróttapásu undanfarna mánuði er loksins komið að því að við getum farið að fylgjast aftur með liðunum okkar. Þó er ljóst að einhver bið er í að áhorfendum verði hleypt á leiki en þess í stað stefnir KA-TV á að gefa enn frekar í og sýna frá hvort sem um ræðir leiki meistaraflokka eða yngriflokka félagsins
Lesa meira
10.01.2021
Gígja og Brynjar íþróttafólk KA árið 2020
Á 93 ára afmælisfögnuði KA var árið gert upp og þeir einstaklingar sem stóðu uppúr verðlaunaðir. Þar ber hæst kjör á íþróttakarli og íþróttakonu KA á árinu. Deildir félagsins tilnefndu karl og konu úr sínum röðum en knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason var valinn íþróttakarl ársins og blakkonan Gígja Guðnadóttir valin íþróttakona ársins
Lesa meira
10.01.2021
Rafrænn 93 ára afmælisfögnuður KA
Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 93 ára afmæli sitt að þessu sinni með sjónvarpsþætti vegna Covid 19 stöðunnar. Í þættinum er íþróttakarl og íþróttakona ársins hjá félaginu kjörin auk þjálfara og liðs ársins. Böggubikarinn er að sjálfsögðu á sínum stað og Ingvar Már Gíslason formaður flytur ávarp sitt
Lesa meira
08.01.2021
14 frá KA og KA/Þór í landsliðshópum
Þjálfarar yngri landsliða Íslands í handbolta gáfu í dag út æfingahópa fyrir komandi verkefni í sumar en um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landslið kvenna. Það má með sanni segja að okkar fulltrúar séu sýnilegir en alls voru 14 leikmenn valdir úr röðum KA og KA/Þórs
Lesa meira
07.01.2021
Handboltaleikjaskólinn á sunnudaginn
Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur á sunnudaginn. Hann verður þó með breyttu sniði sökum COVID19. Stefnt er að því að hafa æfingu núna á sunnudaginn, 10. janúa í Íþróttahúsi Naustaskóla. Síðan er vonast eftir tilslökunum á samkomubanni þannig að foreldrar geti mætt með börnum sínum síðar í mánuðinum.
Lesa meira