Handboltaleikjaskólinn á sunnudaginn

Handbolti

Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur á sunnudaginn. Hann verður þó með breyttu sniði sökum COVID19. Stefnt er að því að hafa æfingu núna á sunnudaginn, 10. janúa í Íþróttahúsi Naustaskóla. Síðan er vonast eftir tilslökunum á samkomubanni  þannig að foreldrar geti mætt með börnum sínum síðar í mánuðinum.

Aðeins börn sem treysta sér að vera án foreldra sinna á meðan æfingunni stendur eru hvött til þess að koma.

Æfingin hefst kl. 10:00 og henni lýkur kl. 10:45. Börn sem vilja koma þurfa því að vera klædd og klár án foreldra sinna til þess að vera á æfingunni undir styrkri handleiðslu þjálfara. Því miður er ekki hægt að hafa neinar undantekningar á þessari reglu þar sem að 10 manna samkomubann fullorðinna er enn í gildi og þegar að starfsmaður hússins + þjálfarar eru taldir saman er ekki svigrúm til þess að hleypa foreldrum með.

Foreldrar eru hvattir til þess að vera mættir þegar æfingu lýkur og bíða fyrir utan Naustaskóla eftir börnunum sínum. 

Þeir sem hafa þegar keypt sér kort (klippikort/áskrift) koma með þau og þau munu áfram gilda eftir áramót þegar að vonandi svigrúmið verður meira til þess að halda úti þessum æfingum. Þeir sem ekki eiga kort eru hvattir til þess að setja sig í samband við Siguróla hjá KA til þess að kaupa slíkt kort.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is