KA óskar ykkur gleðilegra jóla!

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir frábæran stuðning sem og alla þá ómetanlegu sjálfboðavinnu sem unnin var fyrir félagið á árinu sem nú er að líða
Lesa meira

Losnaðu við flöskurnar og styrktu KA fyrir jólin!

Nú þegar jólahreingerningin er komin á fullt er handknattleiksdeild KA komin með gám við KA-Heimilið þar sem hægt er að losa sig við flöskur og dósir. Það er því um að gera að losa sig við flöskurnar á einfaldan og þægilegan hátt á sama tíma og þú styður við KA
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttafólks KA árið 2020

Nú þegar árið 2020 líður senn undir lok er komið að því að gera þetta óhefðbundna íþróttaár upp. Fyrr á árinu voru gerðar breytingar á útnefningu íþróttamanns KA og verður nú í fyrsta skiptið valinn íþróttakarl og íþróttakona félagsins
Lesa meira

Tilnefningar til Böggubikarsins, þjálfara og liða ársins

Böggubikarinn verður afhendur í sjöunda skiptið á 93 ára afmæli KA í janúar. Alls eru sjö ungir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2020. Þá verður í fyrsta skiptið valinn þjálfari og lið ársins hjá félaginu og eru 6 lið og 8 þjálfarar tilnefndir til verðlaunanna
Lesa meira

Vinningshafar í happadrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór

Smelltu á fréttina til að sjá vinningshafa í happadrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór Nálgast má vinningana í KA-heimilinu frá klukkan 16:00 á miðvikudaginn 16.desember og fram að Þorláksmessu gegn framvísun vinningsmiðans.
Lesa meira

Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur

Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur á sunnudaginn. Hann verður þó með breyttu sniði sökum COVID19. Aðeins börn sem treysta sér að vera án foreldra sinna á meðan æfingunni stendur eru hvött til þess að koma.
Lesa meira

Æfingar yngriflokka hefjast á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, hefjast æfingar yngriflokka á ný eftir Covid pásu. Börn og unglingar á grunnskólaaldri (1. til 10. bekkur) geta nú öll farið að æfa aftur og hvetjum við okkar frábæru iðkendur eindregið til að koma sér strax aftur í gírinn eftir pásuna undanfarnar vikur
Lesa meira

Flöskugámur handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild KA er með gám á lóð KA þar sem hægt er að losa sig við tómar flöskuumbúðir og styrkja handboltastarfið hjá KA í leiðinni. Það er því um að gera að kíkja til okkar með flöskurnar og styðja starfið okkar í leiðinni!
Lesa meira

Handboltaleikjaskólinn áfram í fríi

Handboltaleikjaskóli KA verður ekki á morgun, sunnudaginn 25. október, vegna Covid stöðunnar. Stefnt er hinsvegar á að vera með tíma um næstu helgi og mun koma inn tilkynning þegar nær dregur
Lesa meira

KA/Þór með glæsileg náttföt til sölu

Kvennalið KA/Þórs í handboltanum er farið af stað með sölu á KA og Þórs náttfötum fyrir krakka sem og náttbuxur fyrir alla. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjárfesta í þessum glæsilegu náttfötum/náttbuxum og styrkja í leiðinni okkar frábæra lið
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is