Flýtilyklar
12.06.2021
KA Íslandsmeistari í 4. flokki yngri
KA og Afturelding mættust í úrslitaleik Íslandsmótsins í 4. flokki karla yngri í dag en allir úrslitaleikir yngriflokka í handboltanum fóru fram í dag að Varmá í Mosfellsbæ. Lið Aftureldingar var því á heimavelli en þarna mættust tvö bestu lið landsins
Lesa meira
11.06.2021
Sigurmyndband Íslandsmeistara KA/Þórs
KA/Þór varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta á dögunum eins ætti ekki að hafa farið framhjá neinum. Stelpurnar áttu stórkostlegt tímabil sem þær hófu á því að verða Meistarar Meistaranna, tryggðu sér svo Deildarmeistaratitilinn eftir harða baráttu og loks sjálfan Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Val í úrslitaeinvíginu
Lesa meira
11.06.2021
Rut og Árni Bragi best á lokahófi KA og KA/Þórs
Lokahóf handknattleiksdeildar KA og KA/Þórs var haldið með pompi og prakt í gær á Vitanum. Frábærum handboltavetri var þar fagnað vel og innilega þar sem Íslandsmeistaratitill KA/Þórs stóð að sjálfsögðu uppúr
Lesa meira
10.06.2021
7 frá KA og KA/Þór í handboltaskóla HSÍ
Handboltaskóli HSÍ og Alvogen fyrir unga og efnilega iðkendur fer fram um helgina og eiga KA og KA/Þór alls sjö fulltrúa að þessu sinni. Þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir stýra skólanum auk fleiri þrautreyndra þjálfara
Lesa meira
09.06.2021
17 frá KA og KA/Þór í æfingahópum U15
Æfingahópar U15 ára landsliða Íslands í handbolta hafa verið gefnir út og eiga KA og KA/Þór alls 17 fulltrúa í hópunum. Landsliðshóparnir munu æfa fyrir sunnan helgina 18.-20. júní næstkomandi og er afar gaman að sjá jafn marga úr okkar röðum fá kallið að þessu sinni
Lesa meira
07.06.2021
KA/Þór Íslandsmeistari! (myndaveisla)
KA/Þór tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í sögunni með fræknum sigri á Val í Valsheimilinu í gær. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína á leikinn og úr varð frábær stemning og stórkostleg sigurhátið í leikslok
Lesa meira
07.06.2021
KA í lokaúrslit í 4. flokki yngri
Strákarnir á yngra ári í 4. flokki karla í handboltanum leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en strákarnir tryggðu sér sæti í úrslitunum með frábærum 31-16 sigri á HK í KA-Heimilinu í dag
Lesa meira
05.06.2021
Miðasalan er hafin á Valur - KA/Þór
Miðasalan er í fullum gangi á leik Vals og KA/Þórs að Hlíðarenda klukkan 15:45 á sunnudaginn. Stelpurnar tryggja sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn með sigri og við ætlum að fylla kofann
Lesa meira
04.06.2021
Níu leikmenn framlengja við KA/Þór
Níu leikmenn framlengdu á dögunum samning sinn við KA/Þór í handboltanum en liðið er eins og flestir ættu að vita Deildarmeistari og leiðir 1-0 í einvíginu um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó alveg ljóst að við viljum meira og algjört lykilskref að halda áfram okkar öflugu leikmönnum innan okkar raða
Lesa meira
04.06.2021
Seinni leikur Vals og KA er í kvöld!
Valur og KA mætast í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar klukkan 20:00 að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn leiða með fjórum mörkum, 30-26, eftir fyrri leikinn en strákarnir okkar gefast aldrei upp og munu gefa sig alla í leik kvöldsins
Lesa meira